Færsluflokkur: Vísindi og fræði
... er Manchester í Boston. Nema auðvitað að Morgunblaðið hafi gert þessi mistök, en það væri alveg nýr bragur, enda er hefðin þar á bæ að apa allar villur sem þeir geta eftir öðrum.
Þrennt má segja um þetta. Hið fyrsta er að borgir eru sjaldnast inní öðrum borgum, og þá sér í lagi er Manchester ekki í Boston.
Annað er það að Boston er í Massachusetts, meðan Manchester er það ekki.
Þriðja er að Manchester sú er rætt er um er í New Hampshire.
Er nokkuð að marka þetta?
Uppfærsla: Jyllandsposten eru saklausir af þessu. Moggamenn sem þýða hafa greinilega bara ekki næga þekkingu á staðháttum: Umræddur flugvöllur er Boston Regional Airport, sem er í Manchester. Manchester í New Hampshire er ekki langt frá Boston í Massachusetts -- en þetta er samt sitthvort fylkið!
Deilt um klósettferð flugumferðarstjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | 12.4.2007 | 21:49 (breytt kl. 22:00) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)