Ef marka má Ágúst Ólaf Ágústsson...

...þá munu atkvæði sem fara til lítilla flokka detta niður dauð og styrkja stöðu stjórnarflokkanna. Þá má spyrja sig hvort að þessi atkvæði styrki ekki aðra flokka í réttu hlutfalli við fylgi flokkanna. Ef að atkvæði detta niður dauð, þá teljast þau væntanlega ekki með, og er þá frekar eins og að viðkomandi hafi ekki komið og kosið en að viðkomandi sé að lýsa yfir stuðningi við flokk sem hann kýs ekki.

En svo er annar vængur á þessu: Ef að fólk kýs ekki, þá virkar lýðræðið ekki. Ef að fólk kýs flokka sem fá ekki nægilegt fylgi til þess að koma mönnum inn, er það sama að gerast? Eða er þetta bara gangverk lýðræðisins - fólk að tjá sína sönnu skoðun, sem er ef til vill bara of óalgeng skoðun til þess að réttlæta að sú skoðun eigi sér fulltrúa á þingi.

Ef að allir færu nú að kjósa stóru flokkanna vegna þess að þeir litlu ættu ekki séns, þá væri lýðræðið fallið um sjálft sig. Ef að góðar hugmyndir ná ekki að fljóta upp á yfirborðið vegna þess að enginn þorir að víkja frá hefðinni og styðja þær hugmyndir, er þá ekki orðið gjörsamlega óraunhæft að halda uppi lýðræði? Væri ekki bara betra að segja eina hugmynd rétta og lýsa yfir alræði þeirra sem henni fylgja?

Er nokkuð að marka þetta?


mbl.is Ágúst Ólafur: Hætta á að atkvæði detti niður dauð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mikið rétt. Ég sé ekki ástæðu til að Samfylkingarmenn fari að kjósa aðra flokka. Mér finnst ennþá drjúgar líkur á að flokkurinn nái inn manni þó illa gangi reyndar þessa stundina.

Árni Gunnarsson, 5.4.2007 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband