... eru allir hryðjuverkamenn heiðarlegir og segja til sín í trúnaði þegar að þeir stofna nýja bankareikninga. Þó svo að enginn ættmaður minn fari fyrir þvílíkri þingnefnd að hálfu Bandaríkjanna, að rannsaka bakgrunn allra sem bent er á, þá er alveg samskonar pæling að baki þessu.
Það er rosalega mikið af áberandi tilraunum í gangi til þess að stöðva hryðjuverk. En það er líka mergurinn málsins að hafa þau nógu fjári áberandi. Fjármálafyrirtæki eru látin spyrja fólk spjörunum úr (þó svo að ég voni að það verði ekki gert bókstaflega) og flugvellir eru látnir hafa nóg af öryggissveitum í flugstöðvarbyggingunum til þess að það líti út fyrir að aukið öryggi sé til staðar. Vökvar eru bannaðir í flugvélum og fleira til, allt til þess gert að láta fólk sannfærast um það að hryðjuverkaógnin sé rétt handan hornsins.
En sérhver hryðjuverkamaður sem kanna myndi raunverulegt öryggi flugvalla myndi sjá strax að ekki er búið að bæta öryggi á nokkurn hátt á þeim svæðum þar sem að fólk fer almennt ekki. Þeir gætu klifrað yfir grindverk eða klippt sig í gegnum það með minniháttar fyrirhöfn. Og svo, þegar að þeir vilja stofna bankareikning í Kaupþingi, þá einfaldlega ljúga þeir. Hvers vegna ekki? Ef að fólk hefur gert sér það að ævistarfi að myrða fólk og sprengja sig og aðra, þá ætti það að ljúga ekki að vefjast allt of mikið fyrir þeim.
En spyrjið ykkur endilega að tvennu:
- Hvort eru þessar reglur gerðar til þess að hafa uppi á þeim, eða að hafa stjórn á okkur?
- Er nokkuð að marka þetta?
Ertu hryðjuverkamaður? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 7.4.2007 | 12:54 (breytt kl. 19:58) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.