Ef marka má Sjálfstæðisflokkinn...

... þá munu lækkanir á sköttum til fyrirtækja skila sér í aukinni velmegun einstaklinga. Þetta er sagt þrátt fyrir að virðisaukaskattslækkunin hafi skilað sér fyrst og fremst til fyrirtækja, og að örlitlu magni til einstaklinga (og það alfarið vegna þess að Baugsveldið sá sóma sinn í því að skila þessu á réttan stað, og neyddi því beina samkeppnisaðila sína til þess að gera slíkt hið sama).

En lækkannir á sköttum, þá sérstaklega til fyrirtækja, sem borga í dag meirihluta þeirra skatta sem greiddir eru, mun sennilega lítið gera annað en að veikja mennta- og heilbrigðiskerfin ennþá meira; minna fé verður í ríkiskassanum og þá verður auðvitað gripið til þess ráðs að leggja til einkavæðingu sjúkrahúsanna til þess að þeir standi undir sér. Munum að það er sama fólkið sem segir þetta og sagði að það væri bráðsnjöll hugmynd að færa rekstur grunnskólanna undir sveitarfélögin án þess að færa til allt of mikið fjármagn.

Þeir kveðast ennfremur vilja afnema tolla og stimpilgjöld. Það er erfitt að deila um það að þetta sé slæm hugmynd, en helstu rökin eru að tollar verndi innlenda framleiðslu að einhverju leyti og stimpilgjöld eru, merkilegt nokk, ansi stór tekjulind fyrir sýslumannsembætti. Á kannski að einkavæða þau líka?

Innlend framleiðsla hefur auðvitað tvo kosti. Annaðhvort að gerast samkeppnishæf, eða að leggjast af. Veltum við því upp grundvallarspurningar um það hvort að landbúnaður geti þrifist á Íslandi, og almennt hvort að landið geti staðið undir sér. Hér eru auðlindir takmarkaðar, jarðvegurinn næringarlítill og stórgrýttur. Almennt eru búskilyrði slæm. En svo framarlega sem að eitt og eitt álver er byggt þá ætti það ekki að vera allt of mikill vandi að veita öllum vinnu sem vinna vilja.

En viti menn, þeir segja líka að ríkisvaldið þurfi ekki að beita sér fyrir stóriðju, og meiraðsegja að það þurfi að hægja á virkjunarframkvæmdum. Þetta er auðvitað ekki vegna þess að þeir hafi aflað sér gríðarlegra óvinsælda með öllu þessu álfári, heldur er þetta vegna þennslu. Það sér það hver maður að þennsla er slæm, er það ekki?

Þeir halda því jafnframt fram að nýtingarréttur auðlinda eigi að vera í höndum einstaklinga. Þegar þeir segja einstaklingar þá meina þeir að sjálfsögðu fyrirtæki. Nú í Ágúst taka gildi ný vatnalög þar sem að þessarri hugsjón er komið til skila, og við munum brátt sjá hvort að Bechtel kaupi vatnið í Reykjavík á sama hátt og þeir gerðu í Cochabamba árið 2000. Mun þessi einkavæðing hjálpa hinum dæmigerða Íslendingi?

Er nokkuð að marka þetta? 


mbl.is Sjálfstæðisflokkur stefnir að frekari skattalækkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Smári McCarthy

Sammála, Hrafnkell. Í stað þess að lækka skatta mætti halda þeim í stað og reyna að bæta þjónustuna sem ríkið veitir. Það mætti líka hækka skattleysismörkin eins og þú leggur til.

Smári McCarthy, 9.4.2007 kl. 16:56

2 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Það er að verða ,,lögreglumál" hvernig þessi ríkisstjórn heldur um taumana.  Það er skelfilegt hvernig þeir eru að fara með landið. Það sem verra er að þeir fá að halda sínu striki nær óáreittir endalaust. Ég skil ekki hvers vegna láglaunafólk og öryrkjar kýs D aftur og aftur.  Svo sannarlega þarf að bæta þjónustuna sem ríkið veitir en er hægt að snúa til baka?

Þórdís Bára Hannesdóttir, 9.4.2007 kl. 17:43

3 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

láta vatnið vera, LÁTA VATNIÐ VERA!!!

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 9.4.2007 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband