... og Mónu Sahlin, þá þarf konu til verksins. Þrátt fyrir þá sæmilega vel þekktu staðreynd að karlaveldið hefur staðið sig sæmilega vel hingað til.
Ekki það að kona geti ekki stjórnað - þvert á móti, en nefna má þó nokkrar jafnaðarstjórnir sem hafa verið undir forystu karlmanna. Þessi tilhneyging til þess að setja samasemmerki milli jafnaðarhreyfinga og kvenréttindabaráttu er í besta falli neyðarleg: konur eru ekki lykillinn að jafnrétti.
Þessa heláhugaverðu staðhæfingu þarf sennilega að réttlæta.
Ef skoðaðar eru kröfur kvenréttindakvenna á borð við Sóley Tómasdóttur þá sést það nokkuð glöggt að það sem óskað er eftir að þeirra hálfu er allt annað en jaffrétti og jöfnuð. Gerðar eru kröfur um að þvingað jafnræði sé í stjórnun fyrirtækja, að þvinguð kynjahlutföll séu á Alþingi, og þar fram eftir götunum.
Lykilorðið hér verandi "þvingað". Það jafnrétti sem boðað er er engan vegin jafnt: verið er að kyrja fram einhverskonar ímyndað jafnrétti kynjanna á kostnað alls annars jafnréttis.
Það sem ætti frekar að gera er auðvitað að fara að ala kynin upp án kynhlutverka og bíða átekta. Samræða hugmyndafræði og aðgerðir og hætta kynbundnum launamismun, svo dæmi séu nefnd. Það að skerða rétt fólks er allavegana ekki rétt leið að markmiðinu.
Hvað svo sem jafnaðarmannaflokkarnir kunna að halda.
Er nokkuð að marka þetta?
Það þarf konu til að koma jafnaðarmannastjórn að völdum" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 13.4.2007 | 21:30 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.